Konur eru skáld

Heiti bókarinnar táknar fjölbreytileika og hugmyndir kvenna. Í mínum augum eru konur svo hugmyndaríkar, eiga það til að skálda sögur í huganum og leyfa sér að dagdreyma. Ég er svo ástfangin af því að vera kona, hvað það táknar að vera kona og ég fæ þann heiður að finna fyrir þeirri einstöku ást frá þeim konum sem eru í mínu lífi. Ljóðabókin heitir Konur eru skáld af því að ég er kona með mjög virkann huga, sem að gerir mig að skáldi

 

Hönnun

Bókin sjálf er handbundin með einfaldri japanskri bókbindingu.

Bókin var gefin út maí, 2023

Rafræn útgáfa júlí, 2023


Konur eru skáld 

hugur Konu, undur að gefa gaum
hver og ein Kona með sinn eigin draum

völundarhús hugsana, ósagðar sögur

veröld innra með, heimur ævintýra

 

margt hægt að læra

ef hlustað er á þeirra orðaflaum

að heiðra vitund Kvenna

þrátt fyrir hinn hindrandi,

samfélags taum

 

veistu það 

veistu hvað

þær hlúa að og annast

það hafa þær margoft sannað

þær leiða og hvetja

að vera Kona

að vera hugrökk hetja

 

hún gerir sér lítið grein fyrir því 

hvað hún er mögnuð vera

einstök og fögur

þrátt fyrir allt sem hún þarf að bera

 


Stórveldi 

nakin hún dansar

hreyfir sig í takt við bassann

mildar hreyfingar líkt og táknmál

hendur hennar umliggja brjóstkassann

hún lokar augunum, tásurnar týndar undir grasi

augnablik þar sem hún flýr raunveruleikann

tengist hennar víðáttu, hún smellpassar

hugur hennar líkur Stórveldi

ég elska hana og hennar

baráttu hjartslátt


Vatnið lætur hana gleyma

vatnið streymir niður herðablöðin

rennur á milli læranna

augnablik þar sem hún endurfæðist

laus við alla draugana

vatnið skolar niður skítug handaför 

allar þungu birgðirnar


Ljósmyndir

ég elska sólina, sem vermir mína húð

vatnið sem skolar burt allar mínar syndir 

fjöllin sem eru svo há og litskrúð 

þessa fallegu jörð sem færir okkur auðlindir

vindinn sem gefur mér gæsahúð

Ég elska kyrrðina, augnablikið

þegar ég tek ljósmyndir


Síaðar minningar

afsökunarbeiðni

án breytinga

lygi falin

á milli setninga

hugsa aftur

til síaðra minninga

kaldra blekkinga

snertinga

tilgangslausra

endurtekinna endinga


Að lifa ofurnæmu lífi

að lifa í tilfinningum 

er hluti af minni hönnun
tilfinningarík vera

blessun en einnig bölvun

á vissan hátt finnst mér

ég svo falleg 

ég elska að geta fundið 

svona djúpt og 

tekið svona vel eftir


stundum vil ég hausinn tóman

enga hugsun, engin tár

en hann er ódauðlegur

væminn og varnalaus

 

ég finn til með fólki

sem leyfir sér ekki að finna

tekur ekki eftir

þvílík sóun


Óskiljanleg sál 

kaldir lófar 

hlýtt hjarta 

ég þrengi hálsmenið með 

hverjum andardrætti 

bíðandi eftir 

að hann loksins hætti 

 

ég á mér draum 

já 

ég á mér draum 

að hnúturinn 

sé loksins leystur 

á þessum þrönga taum 


Sumarnótt

við sitjum öll 

í okkar tjaldstólum 

grasið fast 

undir okkar skósólum

hlægjum og syngjum

stressum okkur yfir 

háskólum

 

leiðumst og knúsumst 

undir berum himni 

stelpurnar dansa  

í sínum sumarkjólum

grátum, huggum 

og þurrkum tárin 

óvitandi 

tímann við spólum


Fótsporin í snjónum

sporin í snjónum

þau mynda stíg  

þú gætir elt þau 

í gegnum mikla hríð 

þú myndir samt alltaf enda 

á mínum uppáhalds stað 

þar sem ég ligg ein 

úti í snjónum 

og hugsa um mitt líf 


Hið fullkomna líf

Ég hleyp í gegnum blómagarð

sem að leiðir mig 

niður að öldubakka

kynnar mínar rauðar 

sólin svo sterk

að hún brennir mitt nef

Ég elska að vera til

hvernig tíminn heldur áfram að tifa

á meðan að Ég sef

mávahlátur og vindkviða

símann Ég yfirgef 

augnablik þar sem hugurinn 

gengur lengri veg 

tærnar ofan í sjónum

Ég tek skref

anda djúpt og fyrirgef


Hver varst þú?

einungis góða hluti hef ég heyrt 

en ég vil þó líka kynnast þeim slæmu 

ég líkist þér verulega samkvæmt öðrum 

ekki bara dökka hárið í yfirlitum 

 

ég fæ víst mitt mikla skap frá þér 

þú sást heiminn á öðruvísi hátt en aðrir 

líkt og ég 

þú varst víst hlý og fjörug 

smitandi 

eldklár og flink í höndunum

 

eitt sinn í fjörugum  

hlátursköllum með pabba 

horfir hann á mig 

Og segir fyrirvaralaust 

að þú hefðir fílað mig 

 

Þú ert amma mín  

en ég fékk aldrei  

það tækifæri að kynnast þér 

Þegar nafn þitt kemur upp í samræðum 

fæ ég þá löngun  

til að hitta þig 

en eins og þú sagðir oft í kaldhæðni 

þá er lífið svo hættulegt 

því maður getur alltaf dáið 

 

því þykir mér það fínt  

að fá að kynnast þér 

í gegnum lífssögur sem að 

pabba mínum finnst svo gaman  

að segja mér 

 

ég vona að persónueinkenni séu genísk 

ég hef heyrt að þú hafir verið sterk 

Viltu gefa mér ráð? 


Ég sé mig 

eitt sinn dreymdi mig 

minnistæðan draum

hann var raunverulegur 

og innihélt hvern saum

 

Ég hugsaði með sjálfum mér

,,ég hef verið hér áður”

tilfinning sem Ég hafði þá

aldrei upplifað áður

 

Ég stóð inni í kirkju 

auðir, hvítir veggir

birta sem ljómaði innum 

opnar dyr

 

Ég var stödd í minni eigin 

æskuminningu

hugur minn varð þungur

og líktist blindbyl

 

Ég leit yfir salinn

og sá þá

kunnulegt andlit

líkt og að horfa í spegil 

 

í miðju röð sat Ég

litla Ég

með djúpu brúnu augun

og krullurnar útum allt

 

hún horfði lengi í augun mín

virtist hissa að sjá mig 

en varir hennar 

mynduðu bros

 

Ég vaknaði þá

og eftir sat tilfinning

fullvissa, stolt 

og engin eftirsjá


Haldin ranghugmyndum

vön því að dagdreyma

raunveruleikinn

hann hræðir mig

hver er ég?

það á ég til 

að steingleyma

tilfinningadofi og 

óvissa

í baksýnisspeglinum

sé ég góða daga

minningar

sem ég leyfi mér 

að geyma


Kunnulegar varir 

ég var sár 

og áttavillt

undir áhrifum

ómögulega í leit af pilt

hélt ég myndi aldrei aftur falla

en svo fórst þú að spjalla

 

þú kysstir mig

kunnulegar varir

hendur sem bara smellpassa

langar að heyra í þér

en ég hika

ég efast um að þér líði eins

ég var aðeins þátttakenda bikar


Nærsýn 

þú hefur falið þig í augsýn

allan þennan tíma

hefur hjartað mitt

leitað þín

afneitun og grín

sú afsökun 

að ég sé nærsýn 


Fallegur missir

skrifað í stjörnurnar 

þú og ég 

ég er þinn trausti vinur 

sem að aldrei fer 

tár sem glitra líkt og  

tungls bjarmi  

við þig er einhver ógleymanlegur sjarmi 

hafið innra með 

er háfjara 

minningar sem koma fram 

fyrirvaralaust  

líkt og kröftugir öldukambar 

 

augun þín segja sögu 

fyrir stafni eru haf og himininn 

þar gæti ég svifið burt frá ströndinni 

aldrei litið aftur því ég væri þá 

á þeim stað  

sem mig dreymir um á nóttunni 

 

þetta er sár ósigur 

en það veitir mér ánægðu  

að líta til baka og vita  

að þú virkilega elskaðir mig 


Nóvember 

það er nóvember og í fangi mér 

er falleg sál

fingurgómar sem að veita fullvissu

leiða mig upp úr dýflissu

 

það er nóvember og það umlykur þig 

einhverskonar bál

óskynsamleg og blind af ást

útiloka ég allt viðvörunar bergmál

 

tilfinningar sem brenna

hausinn fastur 

ofan í klósettskál

augnablik þar sem ég hrapa aftur 

inn í raunveruleikann

afhverju fórstu í burtu?

 

það logar ekki lengur í mér

en eftir varð stórt, djúpt sár

ég vildi að ég væri Þyrnirós

bölvuð að sofa í hundrað ár

 


Laugarvatn 

Ég loka mínum augum og sé 

mína bestu vini 

vinstri, hægri 

í gegnum linsuna 

á minni myndavél 


Allt þetta fallega fólk 

sem ljáði mér fróðleik 

á öxlunum ég ber  

til frambúðar og fer 

inn í öldrunar árin 

 

Það er ei sjálfgefið 

að geta gengið 

aðeins nokkur skref 

fengið faðmlag og ráð 

um hvað sem er


Ég loka mínum augum og sé 

einstök vinasambönd
ég varðveiti alla ævi

vinskapur

dýrmætari en nokkuð fé


Allt þetta fallega fólk 

á hlut í þeirri manneskju sem ég er

þakklát fyrir Laugarvatn
og þau tækifæri 

sem ég nú hef


Tími sem að leið svo ört

þennan stað ég yfirgef

framtíðin virðist björt

ég tek eitt, stórt skref
bitursætt, nýtt líf ég hef